Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snorri Dagur og Einar Margeir í 16 manna úrslitum í dag á EMU!

04.07.2023

 

Evrópumeistaramót unglinga í sundi hófst í Belgrad í morgun og eigum við tvo sundmenn í úrslitum í dag, en það er í fyrsta skipti í fjölda mörg ár sem Sundsambandið er með tvo í úrslitum á EMU.  Það eru þeir Snorri Dagur Einarsson, SH og Einar Margeir Ágústsson, ÍA sem synda í 16 manna úrslitum kl 18:27 (16:57 isl) Snorri er með 7 besta tímann í dag og Einar með 13 besta tímann, en það eru 16 sem komast í úrslit.

 

Það verðu spennandi að fylgjast með þeim í dag og hvort að þeir nái að synda sig inn í 8 manna úrslitin.

 

Guðmundur Leo Rafnsson, ÍRB synti 50m baksund og varð í 50 sæti á tímanum 27,64, Birgitta Ingólfsdóttir, SH, synti 50m bringusundi í morgun og varð 29 sæti á tímanum 33,13.

Þær Katja Lilja, SH og Freyja Birkisdóttir, Breiðabliki syntu 1500m skriðsund í morgun og urðu í 22 og 23 sæti, en Katja bætti tíma sinn um tæpar 6 sekúndur.

 

Flott byrjun hjá okkar fólki í dag á EMU!

 

Úrslit er hér : https://live.swimrankings.net/38481/

Lifandi streymi er hér : https://www.youtube.com/@SwimStreamChannel/videos

 

Myndir með frétt

Til baka