Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottur dagur á fyrsta degi á EMU

04.07.2023

Snorri Dagur Einarsson og Einar Margeir Ágústsson syntu nú seinnipartinn 50m bringusund í 16 manna úrslitum á Evrópumeistaramóti unglinga í Belgrad. Einar Margeir synti á tímanum 29,05 og varð í 15. sæti. Snorri Dagur varð í áttunda sæti ásamt sundmanni frá Bretlandi og syntu þeir umsund um áttunda sætið í 8 manna úrslitum sem fram fara á morgun.  Því miður þá fór tímatökubúnaðurinn ekki í gang í sundinu og þurftu þeir því að synda aftur.

Þar tapaði Snorri einvíginu því miður, en hefði tímatökubúnaðurinn virkað þá hefði Snorri tryggt sér áttunda sætið inn í úrslitin á morgun, en hann var sjónarmun á undan þeim breska í fyrra skiptið. Snorri synti á tímanum 28,53.

Virkilega góður árangur hjá þeim Snorra og Einari í dag.

 

Mótið heldur áfram í fyrramálið og þá fáum við að sjá Birni Frey Hálfdánarson synda 200m fjórsund.

Úrslit er hér : https://live.swimrankings.net/38481/

Lifandi streymi er hér : https://www.youtube.com/@SwimStreamChannel/videos

 

Myndir með frétt

Til baka