Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smáþjóðaleikarnir verða settir formlega í kvöld - Keppni hjá sundfólki hefst í fyrramálið.

29.05.2023

Smáþjóðaleikarnir verða settir formlega í kvöld hér á Möltu og fær sundmaðurinn Anton Sveinn McKee þann heiður að vera fánaberi fyrir Íslands hönd.  Sundfólkið kom til Möltu í gær og strax í morgun var tekin æfing í keppnislauginni þar sem allir voru hressir og kátir, en hér er sól og blíða og keppt í útilaug.

Mótið hefst í fyrramálið kl 10:00 (08:00 á íslenskum tíma) með undanrásum og fyrsta grein er 100m skriðsund kvenna þar sem þær Jóhanna Elín og Snæfríður Sól synda báðar.

Það verður gaman að fylgjast með sundfólkinu okkar næstu daga, en þau eru hingað komin til að gera sitt allra besta. Vonandi fáum við að sjá sem flesta í úrslita sundum og sem flesta á verðlaunapalli, en eru íslenskir keppendur í sundi eru alls 21.

Í undanrásum á morgun verða þessir í eldlínunni.

100m skriðsund kvenna Jóhanna Elín og Snæfríður Sól

100m skriðsund karla: Símon Elías Stakevicius og Ýmir Sölvason

200m fjórsund kvenna Eva Margrét Falsdóttir og Birgitta Ingólfsdóttir

200m fjórsund karla Birnir Freyr Hálfdánarson og Veigar Hrafn Sigþórsson.

Bein úrslit eru í öðrum greinum á morgun, en það eru 200m flugsund karla og kvenna, 200m baksund karla og kvenna. Úrslitin fara fram kl 17:00 ( 15:00) á morgun.

Keppendur og greinar sem þau synda á leikinum:

Anton Sveinn McKee- 200m og 100m bringa og 400m fjór

Aron Þór Jónsson - 200m flug og 400m fjór

Bergur Fáfnir Bjarnason - 200m, 100m og 50m bak

Birgitta Ingólfsdóttir - 100m og 50m bringa og 200m fjór

Birnir Freyr Hálfdánarson -  100m og 50m flug og 200m fjór

Daði Björnsson - 100m og 50 m bringa

Eva Margrét Falsdóttir - 200m og 100m bringa, 400m og 200m fjór

Freyja Birkisdóttir - 1500m, 800m og 400m skrið

Guðmundur Leo Rafnsson - 200m 100m og 50m bak

Hólmar Grétarsson - 1500m, 800m og 400m skrið

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir - 100m og 50m skrið og 50m flug

Katja Lilja Andriysdóttir - 1500m og 800m skrið, 200m og 50m bringa

Kristín Helga Hákonardóttir -200m og 100m flug og 50m skrið

Símon Elías Statkevicius - 100m og 50m skrið, 100m og 50m flug

Snæfríður Sól Jórunnardóttir - 400m, 200m og 100m skrið og 50 flug

Snorri Dagur Einarsson -  200m og 50m bringa

Steingerður Hauksdóttir -  100m og 50m bak

 

Hér er hægt að fylgjast með úrslitum:

Heimasíða leikana

 

Til baka