Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenningar að loknu ÍM50 2023

03.04.2023 

Á ÍM50 er hefðin að veita viðurkenningar fyrir góðan árangur á og á milli ÍM50 móta.

 

Eftirtaldir bikarar voru veittir:

 

Sigurðarbikarinn - er gefinn í minningu Sigurðar Jónssonar Þingeyings fyrir besta afrek í bringusundi á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug skv. stigatöflu FINA.

Gefandi bikarsins er fjölskylda Sigurðar.

 

Karlar:

Anton Sveinn McKee, Sundfélagi Hafnarfjarðar, 200m bringusund á ÍM50 2023, 2;11,01 sem gáfu honum 892 fina stig.

 

Pétursbikarinn – er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns fyrir besta afrek karla frá síðasta ÍM50 til og með ÍM50 í ár skv. stigatöflu FINA

Gefandi bikarsins er fjölskylda Péturs.

 

Karlar:

Anton Sveinn McKee, Sundfélagi Hafnarfjarðar, 200m bringusund (2:08,74) á HM50 í Budapest, 22. júní 2022, 940 FINA stig

 

Kolbrúnarbikarinn – er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns fyrir besta afrek kvenna frá síðasta ÍM50 til og með ÍM50 í ár skv. stigatöflu FINA

Gefandi bikarsins er fjölskylda og vinir Kolbrúnar

 

Konur:

Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Aalborg Svømmeklub í Danmörku, 200m skriðsund (2:00,61) á HM50 í Budapest, 20. júní 2022, 821 FINA stig

 

Ásgeirsbikarinn – er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands fyrir besta afrek á ÍM50 skv. stigatöflu FINA

Gefandi bikarsins er forseti Íslands.

 

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson veitir verðlaunin.

Karlar:

Anton Sveinn McKee, Sundfélagi Hafnarfjarðar, 200m bringusund á ÍM50 2023, 2;11,01sem eru 892 FINA stig

 

Til baka