Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reykjavíkurleikunum 2023 lokið

29.01.2023

Reykjavíkurleikunum 2023 í sundi lauk í kvöld. Í þessum síðasta hluta voru sett tvö mótsmet en samtals litu 4 mótsmet dagsins ljós um helgina.  Beatrice Varley frá Playmouth Leander setti þrjú mótsmet, í 400m skriðsundi, 400m fjórsundi og í 200m fjórsundi.

John Mr Britton, Ealing SC, setti nýtt mótsmet í 200m fjórsundi.

Hólmar Grétarsson, SH, setti nýtt aldursflokkamet í 400m fjórsundi þegar hann synti á tímanum 4:43,12, gamla metið var 4:47,90 átti Birnir Freyr Hálfdánarson það.

 

Anton Sveinn McKee tryggði sér sigur í 50m, 100m og 200m bringusundi. Hann tryggði sér einnig lágmark inn á Heimsmeistaramótið sem fram fer í Fukuoka 23. – 30 júlí í sumar. Anton Sveinn er í fínu formi og það verður gaman að fylgjast með honum næstu mánuði.

 

10 sundmenn náðu lágmörkum á alþjóðleg meistaramót sem fram fara í sumar.

 

  • Snorri Dagur Einarsson, SH, náði lágmarki á EMU í 50m bringusundi
  • Hólmar Grétarsson, SH, náði lágmarki á EYOF í 400m fjórsundi og á NÆM í 400m fjórsundi og 400m skriðsundi
  • Magnús Víðir Jónsson, SH, náði lágmarki inn á NÆM í 200m og 1500m skriðsundi.
  • Ásdís Steindórsdóttir, Breiðablik, náði lágmarki inn á NÆM í 800m skriðsundi.
  • Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni náði inn á NÆM í 100m baksundi
  • Ástrós Lovísa Hauksdóttir, ÍRB, náði lágmarki á NÆM í 100m baksundi.
  • Vala Dís Cicero, SH, inn á EYOF og NÆM í 100m og 200m skriðsundi.
  • Einar Margeir Ásgeirsson, ÍA, náði lágmarki á EMU í 50m bringusundi.
  • Sólveig Freyja Hákonardóttir, Breiðablik, náði lágmarki á NÆM í 400m skriðsundi.
  • Anton Sveinn Mckee, SH, náði lágmarki á HM50 í 200m bringusundi

 

Það er virkilega ánægjulegt að sjá sundfólkið ná lágmörkum inn á mót sumarsins svona snemma á 50m tímabilinu.

 

Sigurvegarar dagsins í hverri grein:

 

  • 50m baksund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
  • 50m bringusund karla: Anton Sveinn McKee, SH
  • 50m flugsund kvenna: Martina Cibulkova, Vskuk
  • 50m skriðsund karla: Thomas Leggett, Larne SC
  • 400m skriðsund kvenna: Beatrice Varley, Playmouth Leander
  • 200m fjórsund karla: John Mr Britton, Ealing SC
  • 200m baksund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
  • 100m baksund karla: Gideon Hollinsky, Plymouth Leander
  • 100m bringusund kvenna: Georgia Gussey, Plymouth Leander
  • 200m bringusund karla: Anton Sveinn Mckee, SH
  • 200m flugsund kvenna: Evangeline Belt, Plymouth Leander
  • 100m flugsund karla: Símon Elías Statkevicius, SH
  • 100m skriðsund kvenna: Danielle Hill, Larne SC
  • 200m skriðsund karla: Thomas Leggett, Larne SC

 

Veitt voru peningaverðlaun fyrir besta árangur helgarinnar samkvæmt stigatöflu.

Í lok mótsins voru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir fimm bestu af­rek helg­ar­inn­ar sam­kvæmt stiga­gjöf FINA, Alþjóða sund­sam­bands­ins, 1.000 evr­ur fyr­ir stiga­hæsta af­rekið, 700 evr­ur fyr­ir annað sætið, 500 evr­ur fyr­ir þriðja sætið, 200 evr­ur fyr­ir fjórða sætið og sá sem end­ar í fimmta sæti fær 100 evr­ur. 

 

  • Í fyrsta sæti var Anton Sveinn McKee, SH, fyrir 200m bringusund, 862 stig
  • Í öðru sæti var Danielle Hill, Larne SC, fyrir 50m baksund, 827 stig
  • Í þriðja sæti var Beatrice Varley, Playmouth Leander, fyrir 200m skriðsund, 769 stig
  • Í fjórða sæti var Steingerður Hauksdóttir, SH, fyrir 50m baksund, 759 stig
  • Í fimmta sæti var Thomas Leggett, Larne SC fyrir 100m skriðsund, 741 stig

 

Veitt voru verðlaun fyrir besta árangur í unglingaflokki kvenna og karla.

 

  • Í kvennaflokki var í fyrsta sæti Sólveig Freyja Hákonardóttir, Breiðablik fyrir 400m skriðsund, hún fékk 600 FINA stig

     

  • Í karlaflokki var í fyrsta sæti Liggas Joensen, Svimjifelagid Agir, fyrir 1500, skriðsund, hann fékk 646 stig fyrir.

 

 

Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn um helgina og þökkum erlendu þátttkakendunum kærlega fyrir komina og vonumst til að sjá þau aftur að ári.

 

Myndir með frétt

Til baka