Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti dagur á Reykjavík International

28.01.2023

Fyrsti hluti Reykjavíkurleikana í sundi var rétt í þessu að klárast.

Hæst ber að nefna að 1 mótsmet var sett, 1 aldursflokkamet féll og 4 lágmörkum var náð.

 

Beatrice Varley, Playmouth Leander setti nýtt mótsmet í 400m fjórsundi á tímanum 4:52.05. Gamla metið var 4:57,58 sem Sara Nordenstam setti árið 2008.

 

Snorri Dagur Einarsson, SH, náði lágmarki í 50m bringusundi á Evrópumeistaramót Unglinga (EMU) á tímanum 29.08 sem haldið verður 4.-9. júlí í Belgrad, Serbíu.

 

Hólmar Grétarsson, SH, sló aldursflokkamet Birnis Freys Hálfdánarsonar í 400m fjórsundi á tímanum 4:43,12. Í þessu sundi náði hann einnig lágmarki á Ólympíudaga Evrópuæskunnar (EYOF) sem verður haldið 23.-29. Júlí í Maribor, Sloveniu.

 

Magnús Víðir Jónsson, SH, náði lágmarki inná Norðurlandamót æskunnar (NÆM) í 1500m skriðsundi á tímanum 16:48,78. NÆM verður haldið 8.-9. Júlí í Jönköping, Svíþjóð.

 

Ásdís Steindórsdóttir, Breiðablik, náði einnig lágmarki inná Norðurlandamót æskunnar (NÆM) í 800m skriðsundi á tímanum 9:41.29.

 

Aðeins voru fjögur úrslitasund synt í dag.

 

Sigurvegarar í opnum flokki voru eftirfarandi:

 

400m fjórsund karla: John Britton, Ealing SC

400m fjórsund kvenna: Beatrice Varley, Playmouth Leander

1500m skriðsund karla: Liggjas Joensen, Ægi

800m skriðsund kvenna: Phyllida Miss Britton, Ealing SC

 

Sigurvegarar í Unglingaflokki voru eftirfarandi:

 

50m baksund karla: Birgir Hrafn Kjartansson, Ægi

50m baksund kvenna: Katarina Strakova, Vskuk

50m bringusund karla: Gustav Kuhn Jensen, Nuuk Svommeklub

50m bringusund kvenna: Margrét Anna Lapas, Breiðablik

400m fjórsund karla: Hólmar Grétarsson, SH

400m fjórsund kvenna: Elísabet Arnoddsdóttir, ÍRB

50m flugsund karla: Benjamin Szanto, Hungarian Swimming Association

50m flugsund kvenna: Elísabet Arnoddsdóttir, ÍRB

50m skriðsund karla: Árni Þór Pálmason, ÍRB

50m skriðsund kvenna: Þórey Margrét Magnúsdóttir, Herlev Svomning

1500m skriðsund karla: Liggjas Joensen, Ægi

800m skriðsund kvenna: Aldís Steinsdórsdóttir, Breiðablik

 

Alls komust 27 Íslendingar áfram í úrslitin sem fara fram um helgina eins og staðan er núna. Staðan gæti hinsvegar breyst þar sem Færeyingarnir komust ekki hingað vegna veðurs og koma ekki fyrr en á morgun. Þau fá því tækifæri til að synda 50m greinarnar á morgun og þá gæti staðan breyst hverjir komast í úrslit.

 

Skemmtilegt er að segja frá því að 4 íslenskir strákar munu berjast um verðlaunapallinn í 50m bringusundi sem verður synt á sunnudaginn. Þetta eru þeir Anton Sveinn Mckee, Snorri Dagur Einarsson, Daði Björnsson og Einar Margeir Ágústsson.

Aðeins 60/100 aðskilja strákana svo þetta verður æsispennandi sund.

 

Steingerður Hauksdóttir var önnur inn í úrslit í 50m baksundi og 50m skriðsundi.

 

Fannar Snævar Hauksson ÍRB var annar inn í úrslit í 50m baksundi karla og Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB var þriðji inn. Fyrstu fjórir strákarnir inn í úrslit syntu allir á 28 sek svo það verður barist um verðlaunapallinn þar en 50m baksund verður fyrsta grein á morgun kl 16:30.

 

Í 50m skriðsundi er minna en 1 sek á milli fyrsta og 7. Sæti. Þar eigum við 4 sundmenn í úrslitum.

 

Undanrásir á morgun hefjast kl 9:30 og þá verður keppt í eftirfarandi greinum:

 

400m skriðsundi karla

200m fjórsundi kvenna

200m baksundi karla

100m baksundi kvenna

100m bringusundi karla

200m bringusundi kvenna

200m flugsundi karla

100m flugsundi kvenna

100m skriðsundi karla

200m skriðsundi kvenna

Úrslit má finna hér

Til baka