Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól í ellefta sæti í 200m skriðsundi á nýju Íslandsmeti á HM25.

18.12.2022

Snæfríður Sól synti rétt í þessu 200m skriðsund á HM25 í Melbourne í Ástralíu. Hún synti í þriðja riðli á braut 7 og kom fjórða í mark á nýju Íslandsmeti 1:55,34, gamla metið setti hún fyrir tæpum mánuði á Dönsku bikarkeppninni, 1:55,60. Snæfríður varð í ellefta sæti af 34 keppendum.

Eins og áður hefur komið fram þá er ekki keppt í 16 manna úrslitum á HM25, eins og á HM50, EM50 og EM25.

Þá hafa þau Anton Sveinn og Snæfríður Sól lokið keppni á HM25 með virkilega góðum árangri.

Snæfríður varð fimmtánda í 100m skriðsundi af 63 keppendum, Anton varð í 18 sæti í 100 m bringusundi af 59 keppendum og í 200m bringusundi varð hann í tíunda sæti af 29 keppendum.

Mjög góður árangur hjá Íslensku keppendunum á mjög sterku Heimsmeistaramóti. Nú tekur við smá jólafrí hjá þeim tveim en næst á dagskrá hjá þeim er að taka þátt í Reykjavíkur International Swim Meet sem fram fer í Laugardalslaug í lok janúar.

Til baka