Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólasnjór og spenna á Bikarkeppninni í Reykjanesbæ

17.12.2022

Sundfólkið á bikarkeppninni lét fannfergi og ófærð eftir nóttina ekki stoppa sig þegar það mætti til leiks í morgun. Jólasnjórinn hefur haft jákvæð áhrif á liðin því mikið var um góð og spennandi sund í morgun og spennan mikil á milli liðanna. Áfram leiða lið SH í öllum deildum, en spennan er mikil hvort lið UMSK vinni sig upp í fyrstu deild að ári, þar sem B-lið geta ekki unnið sig upp í fyrstu deild. Eins og staðan er eftir þennan annan hluta er kvennalið Sundfélags Akraness á leið niður um deild og sömuleiðis karlalið Sundfélagsins Ægis. Lið UMSK er á leið upp í fyrstu deild í kvenna og karlaflokki. Það verður því afar spennandi að fylgjast með á eftir þegar þriðji og síðasti hluti bikarkeppninnar fer fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ seinnipartinn.

Stigastaðan að loknum 2. hluta:

 

1. deild karla

1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 10.722 stig
2. Sunddeild Breiðabliks – 8.558 stig
3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 8.515 stig
4. Sundfélag Akraness – 6.412 stig
5. Sunddeild Ármanns – 6.017 stig
6. Sundfélagið Ægir – 5.440 stig

1. deild kvenna

1. Sundfélag Hafnarfjarðar – 9.804 stig
2. Sunddeild Breiðabliks – 9.176 stig
3. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar – 9.089 stig
4. Sundfélagið Ægir – 7.602 stig
5. Sunddeild Ármanns – 7.031 stig
6. Sundfélag Akraness – 6.261 stig

2. deild karla

1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 8.424 stig
2. UMSK – 5.607 stig
3. Sunddeild KR – 2.379 stig

2. deild kvenna

1. Sundfélag Hafnarfjarðar B-lið – 7.667 stig
2. UMSK – 6.379 stig
3. Sunddeild KR – 4.362 stig

 

 
Til baka