Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tveir Íslendingar verða á meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu í 25m laug, sem fram fer í Melbourne í Ástralíu dagana 13. – 18. desember nk.

12.12.2022

Sundtímabilið í 25 metra laug nær hámarki á næstunni þegar heimsins besta sundfólk mætir til keppni í Ástralíu. Mótið fer fram í frábærri sundlaug í MELBOURNE SPORTS CENTRES – MSAC, en sú aðstaða var byggð fyrir Samveldisleikana ( Commonwealth Games) árið 2006. Sundlaugin var einnig notuð fyrir Heimsmeistaramótið í sundknattleik árið 2007.

Þar er allt til alls, 50 metra innilaug til æfinga og 25 metra keppnislaug utandyra með aðstöðu fyrir rúmlega 5000 áhorfendur.

 

Íslenska landsliðið í sundi á HM 25 2022

  • Anton Sveinn Mckee sem mun keppa í 50m, 100m og 200m bringusundi.
  • Snæfríður Sól Jórunnardóttir sem mun keppa í 100m og 200m skriðsundi.
  • Eyleifur Jóhannesson er þjálfari og fararstjóri
  • Hlynur Skagfjörð Sigurðsson er sjúkraþjálfari

 

Hópurinn kom til Melbourne þ. 3. desember sl. eftir langt ferðalag og eyddi fyrstu sjö dögunum í æfingabúðum í NOBLE PARK AQUATIC CENTER í úthverfi Melbourne ásamt sundfólki frá hinum Norðurlöndunum. Æfingabúðirnar gengu ljómandi vel og nú er allur hópurinn mættur í keppnislaugina vel stemmdur og tilbúinn í þau átök sem framundan eru.

 

Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi Íslands sagði í morgun:

„Allur undirbúningur fyrir mótið hefur gengið eins og best verður á kosið og sundfólkið er á góðum stað bæði andlega og líkamlega. Bæði Anton Sveinn og Snæfríður Sól hafa verið að synda mjög vel á þessu ári. Anton Sveinn keppti til úrslita bæði á HM og EM í 50 metra laug. Snæfríður Sól synti í undanúrslitum á EM í sumar og setti þrjú Íslandsmet í síðasta mánuði, tvisvar í 100m skriðsundi og einu sinni í 200m skriðsundi, þegar hún varð danskur bikarmeistari með liði sínu Álaborg. Ég hlakka mikið til að sjá þau keppa hér í Melbourne og veit að þau eiga fullt erindi hingað enda á meðal þeirra bestu í heiminum.“

 

Dagsetning

Nafn

Grein

Besti tími

Skráning (sæti)

Þriðjudagur

13. desember

 

 

 

 

Miðvikudagur

14. desember

 

Snæfríður Sól Jórunnadóttir

Anton Sveinn Mckee

 

100m skriðsund

100m bringusund

 

0:53,75

0:56,30

 

0:54,99 (28)

0:57,53 (17)

Fimmtudagur

15. desember

 

 

 

 

Föstudagur

16. desember

Anton Sveinn Mckee

 

200m bringusund

2:01,65

2:03,54 (7)

Laugardagur

17. desember

Anton Sveinn Mckee

 

50m bringusund

0:26,14

0:26,91 (27)

Sunnudagur

18. desember

Snæfríður Sól Jórunnardóttir

200m skriðsund

1:55,60

1:57,47 (18)

 

Hagnýtar upplýsingar um mótið

° Meira en 700 sundmenn

° Frá um það bil 180 mismunandi löndum

° Haldið í Melbourne Sports and Aquatic Centre (MSAC).

° Hefst Þriðjudaginn 13.nk til sunnudagsins 18. desember.

° Undanrásir hefjast klukkan 00:00 að íslenskum tíma (11:00 í Ástralíu).

° Undanúrslit og úrslit hefjast klukkan 08:30 að íslenskum tíma (19:30 í Ástralíu).

 

• Fylgist með mótinu á heimasíðu, Facebook og Instagram.

• Dagskráin í heild sinni - smelltu hér

• Úrslit og ráslistar -smelltu hér

• Heimasíða mótsins - smelltu hér

Myndir með frétt

Til baka