Beint á efnisyfirlit síðunnar

Peter í 100 skriði á EM Garpa í Róm

04.09.2022Peter Garajszki úr Breiðabliki synti í morgun 100 metra skriðsund á EM garpa í Róm. Hann kom í mark á tímanum 58,90 sekúndum og varð þar með 7. í sínum aldurflokki 40-44 ára. Peter synti þrjár greinar á mótinu og sagði eftir sundið í gær að hann hefði ekki náð markmiðum sínum, en hann sæi ekki eftir að hafa komið til keppni, reynslan, umgjörðin og andrúmsloftið ýttu á hann að halda áfram. Við hlökkum til að fylgjast með Peter á komandi garpamótum, hvort sem er innanlands eða utan.

Myndir með frétt

Til baka