Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélagið Ægir leitar að sundþjálfara

31.08.2022
Sundfélagið Ægir leitar að sundþjálfara til starfa í yngri hópum félagsins.
Félagið er með æfingaaðstöðu í Breiðholtslaug og í Laugardalslaug. Um er að ræða viðveru að jafnaði 2-3 virka daga í viku á milli kl. 16 og 19 eða eftir nánara samkomulagi.
Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjálfun. Íþróttafræðimenntun og sérhæfing í sundþjálfun er kostur. Þá þurfa viðkomandi að búa yfir framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum, vera skipulagðir og samviskusamir.
 
Allar upplýsingar gefur Guðmundur Sveinn Hafþórsson yfirþjálfari félagsins í síma 770-4107 og á gummihaff@aegir.is.
Til baka