Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kristín Minney í 200m skriðsundi á EM Garpa

31.08.2022

Kristín Minney Pétursdóttir synti í morgun 200 metra skriðsund hér á EM Garpa í Róm. Hún synti greinina á 2:53,48, lenti í 4. sæti í sínum riðli og 12. í sínum aldursflokki. Eftir sundið var Kristín himinlifandi og glöð, sagðist hafa náð markmiðum sínum og á facebook þakkaði hún öllum þeim sem hafa stutt hana í þessu ferli. Aðspurð sagði hún að þetta væri kannski fyrsta en alls ekki síðasta EM Garpa sem hún kæmi á.

 

Myndir með frétt

Til baka