Beint á efnisyfirlit síðunnar

EYOF 2022 lokið

30.07.2022
Þá er 5 daga sundkeppni á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Slóvakíu lokið, þar sem íslenski sundhópurinn stóð sig vel undir handleiðslu Klaus Ohk.
 
Sundfólkið stakk sér til sunds í 13 einstaklingssundum og 1 boðsundi.
Árangurinn er sá besti síðan árið 1997, þar sem Örn Arnarson vann til gullverðlauna. Birnir Freyr stóð sig best af íslenska sundfólkinu, en hann vann til brons verðlauna í 200m fjórsundi og synti til úrslita í 100m flugsund. Gaman er að geta þess að stuttu fyrir mót var Birnir að þrífa verðlaunaskápa SH sem eru í Ásvallalaug. Þar rakst hann á gullverðlaun Arnar, sem var góð hvatning fyrir hann 😊
EYOF úrslit:
Birnir Freyr Hálfdánarson
200m fjórsund 2:05,33 (3.sæti)
100m flugsund 0:55,64 (5.sæti)
Nadja Djurovic
50m skriðsund 0:27,89 (33.sæti)
100m skriðsund 1:00,40 (33.sæti)
200m skriðsund 2:11,23 (25.sæti)
Sunna Arnfinnsdóttir
100m baksund 1:10,33 (37.sæti)
200m baksund 2:32,20 (32.sæti)
Ylfa Lind Kristmannsdóttir
50m skriðsund 0:27,64 (28.sæti)
100m skriðsund 1:00,99 (36.sæti)
100m flugsund 1:06,92 (27.sæti)
Ýmir Chatenay Sölvason
50m skriðsund 0:24,51 (28.sæti)
100m skriðsund 0:54,21 (38.sæti)
200m skriðsund 1.58,01 (22.sæti)
Iceland Mixed
4x100m skriðsund 3:48,08 (17.sæti)
Til baka