Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir Freyr þriðji inn í úrslit á morgun í 100m flugsundi

28.07.2022

Birnir Freyr synti rétt í þessu í 16 manna úrslitum í 100m flugsundi og varð þriðji í sínum riðli á tímanum 55.73 sem er aðeins 1/100 frá hans besta tíma. Birnir er þriðji inn í 8 manna úrslitin sem fara fram á morgun.

Frábær dagur hjá Birni Frey þriðja daginn í röð.

Birnir Freyr synti alveg við unglingametið í greininni, 55.67 sem Sindri Jakobsson setti árið 2009.

Það verður spennandi að flygjast með Birni á morgun kl 17:12 (isl) 

Til baka