Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn með silfur í 200m bringusundi á spænska meistaramótinu

23.07.2022

Anton Sveinn McKee synti rétt í þessu til úrslita í 200m bringusundi á opna spænska meistaramótinu í sundi sem fram fer í Barcelona.

Anton synti á tímanum 2:13.05 og tryggði sér silfurverðlaun í sundinu. Besti tími hans í sundinu er 2:08.74 sem hann synti á HM50 í Búdapest í júní, þar sem hann varð í 6 sæti.

Anton er búinn að vera í þungum æfingum síðan á HM50 og var þetta mót liður í undirbúningi hans fyrir EM50 sem hefst í Róm eftir 3 vikur.

Anton Sveinn mun vera við æfingar á Spáni fram að EM50. 

Til baka