Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn sigraði á Spænska meistaramótinu í 100m bringusundi

22.07.2022

Anton Sveinn McKee tekur þátt í Spænska opna meistaramótinu sem fer fram í Barcelona þessa dagana. Þetta mót er liður í undirbúningi hans fyrir Evrópumeistaramótið í 50m laug sem hefst í Róm 11. ágúst.   

Hann synti í morgun í undanrásum í 100m bringusundi á tímanum 1:02.79 og varð annar inn í úrslitin sem fram fóru nú rétt í þessu.

Anton Sveinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í sundinu á tímanum 1:01.60, besti tími Antons í greininni er 1:00.32.

Anton heldur áfram keppni á morgun laugardag en þá mun hann keppa í 200m bringusundi.

Til baka