Beint á efnisyfirlit síðunnar

Freyja Brikisdóttir synti í morgun á EMU

10.07.2022

Freyja Birkisdóttir synti í morgun 400m skriðsund á lokadegi EMU í Búkarest. Freyja synti á tímanum 4:27.40 sem er nákvæmlega sami tími og hennar besti í greininni. Hún varð í 26. sæti.

Þá hafa íslensku keppendurnir lokið keppni á EMU 2022.

Sundsamband Íslands er afar stolt af sundfólki sínu þessa dagana, en frábær árangur náðist á EMU þar sem Einar Margeir komst í 16 manna úrslit og á Norðurlandameistaramóti Æskunnar náði Birnir Hálfdánarson í tvö gull. Margir náðu að bæta sína bestu tíma og koma þau öll heim reynslunni ríkari.

Framtíðin er svo sannarlega björt hjá okkar unga og efnilega sundfólki.

Til baka