Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir Freyr vinnur gull á fyrsta degi á NÆM í Tallinn.

09.07.2022

Ágætis árangur náðist á fyrsta keppnisdegi á Norðurlandamóti Æskunnar í Talinn.

Ísland á átta keppendur á mótinu sem allir syntu í dag. Besta árangri náði Birnir Freyr Hálfdánarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Birnir sigraði af miklu öryggi í 100m flugsundi á tímanum 56,55.

Mörg sund íslenska hópins rataði inn á topp fimm, en í tvígang lenti íslenska sundfólkið í fjórða sæti og einnig tvisvar í fimmta sæti. Ylfa Lind Kristmannsdóttir bætti sinn besta tíma í 100m skriðsundi þegar hún kom fjórða í mark á tímanum 59,35, aðeins 06/100 úr sekúndu frá bronsinu.

Bergur Fáfnir Bjarnason og Sunna Arnfinnsdóttir bættu bæði sinn besta árangur í 100m skriðsundi, Bergur synti á 55,63 og Sunna á 1:01,97. Síðasta bæting dagsins var þegar Katla María Brynjarsdóttir bætti sinn besta tíma um rúma eina sekúndu í 200m skriðsundi, tíminn 2.18,01.

Keppnin heldur áfram í fyrramálið og hefst keppni klukkan 7.00 að íslenskum tíma.

Úrslit frá mótinu: https://live.swimrankings.net/34140/

 

Til baka