Beint á efnisyfirlit síðunnar

Freyja synti í morgun á EMU í Búkarest

08.07.2022

Freyja Birkisdóttir var sú eina sem stakk sér til sunds í morgun á EMU í Búkrest. Freyja synti 800m skriðsund á tímanum 9:13.95. en hennar besti tími í greininni er 9:08.86.  Freyja mun synda á sunnudaginn, 400m skriðsund.

Á morgun, á næst síðasta degi mótsins munu þeir Einar Margeir, Snorri Dagur og Daði Björnsson synda 100m bringusund, þeir munu hefja keppni kl 07:28 á ÍSl tíma. Þá mun Eva Margrét synda 200m fjórsund og mun hennar keppni hefjast kl 8.26 í fyrramálið.

Til baka