Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tveir Íslendingar stungu sér til sunds í undanrásum á þriðja degi EMU.

07.07.2022
Einar Margeir Ágústsson gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta tíma í 200m bringusundi á sínu fyrsta stórmóti. Hann endaði í fjórða sæti í sínum riðli á tímanum 2:23,45 og hefur því bætt sinn besta tíma um heilar 9 sekúndur síðan í janúar.
Eva Margrét Falsdóttir keppti einnig í 200m bringusundi. Hún náði sér ekki á strik og endaði á tímanum 2:47,77, sem er töluvert frá hennar besta tíma í greininni. Eva á sína bestu grein eftir, það er 200m fjórsund á laugardaginn.
Freyja Birkisdóttir verður eini íslenski keppandinn á morgun, en hún syndir 800m skriðsundi í fyrsta riðli klukkan 7:59 að íslenskum tíma.
Úrslit:
http://ejcotopeni2022.microplustiming.com/ 

Myndir með frétt

Til baka