Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundþjálfari óskast til starfa hjá Sunddeild Ármanns

06.07.2022

Ertu að leita að skemmtilegu sundþjálfara starfi með metnaðarfullu þjálfarateymi. Þá erum við að leita að áhugasömum sundþjálfurum fyrir næsta vetur, sem eru með menntun við sundþjálfun og/eða með góða sundkunnáttu.

Í boði eru æfingahópar fyrir börn á aldrinum 5.-14. ára og sundskólahópar fyrir 3.-6. ára sem æfa í Árbæjarlaug eða Laugardalslaug. Vinnutími er seinnipart dags á virkum dögum. Ásamt því að eldri hópar fara einnig á mót nokkrum sinnum á ári.

Lágmarksaldur er 18. ára á árinu.

Frekari upplýsingar fást hjá yfirþjálfara yngri hópa, Jóhönnu Iðu á netfanginu sund@armenningar.is 

Umsókn sendist með upplýsingum um menntun og fyrri störf.

Til baka