Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sunddeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfurum

01.07.2022

Sunddeild Breiðabliks leitar að áhugasömumeinstaklingum til að ganga til liðs við öflugt þjálfarateymi deildarinnar að hausti 2022.

Hjá deildinni er metnaðarfullt starf með yngri æfingahópa og við sundnámskeið og stefnir deildin að því að efla það enn frekar.  Verkefni nýrra þjálfara yrðu aðallega þjálfun yngri hópa og/eða sundnámskeið.  Þar sem starfsemin fer fram í tveimur laugum, Kópavogs og Salalaug er um störf að ræða fyrir 2-3 einstaklinga, aðallega síðdegis og geta til dæmis hentað vel samhliða námi.

Samkeppnishæf laun eru í boði sem taka mið af reynslu, menntun og eðli verkefna.  Hæfniskröfur eru góð sundkunnátta og góð þekking á sundíþróttinni. Þegar umsóknir verða metnar verður lögð áhersla  samskiptahæfileika, getu til að axla ábyrgð og reynslu af starfi með yngri börnum.  Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2022. 

Sunddeild Breiðabliks hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár og er í dag með öflugustu sunddeildumfélögum landsins.  Góður andi og metnaður fyrir starfinu ríkir í félaginu og margt spennandi að gerast á næstu misserum.  Ef þig langar til að kynnast starfseminni og vera hluti af skemmtilegri og metnaðarfullri uppbyggingu deildarinnar, hlökkum við til að heyra frá þér. 

 

Vinsamlegast sendið umsóknir eða fyrirspurnir með tölvupósti á:

Magnús Konráðsson formann Sunddeildar Breiðabliks, tölvupóstfang magnuskon@gmail.com

 

Til baka