Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn sjötti á HM50

23.06.2022

Anton Sveinn keppti í 8 manna úrslitum rétt í þessu á HM50 í Búdapest. Anton Sveinn varð í sjötta sæti sem er frábær árangur,  hann synti á tímanum 2:09.37.

Zac Stubblety-Cook, hinn 23 ára gamli Ólymp­íu­meist­ari og heims­met­hafi frá Ástr­al­íu, varð heims­meist­ari á 2:07,07 mín­út­um. Yu Hanag­uruma, 22 ára Jap­ani, og Erik Pers­son, 28 ára Svíi, deildu silf­ur­verðlaun­un­um en þeir komu hníf­jafn­ir í mark á 2:08,38 mín­út­um.

Anton getur svo sannarlega verið afar sáttur við árangur sinn í Búdapest, búinn að tvíbæta metið í 200m bringusundi og endar í úrslitasundi á HM50.

Nú hefst undirbúningur fyrir EM50 sem veður í Róm um miðjan ágúst, það verður virkilega spennandi að fylgjast með honum þar.

Innilega til hamningju Anton Sveinn !

Til baka