Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn er annar inn í úrslit í 200m bringusundi á HM50

22.06.2022

Anton Sveinn keppti í 16 manna úrslitum rétt í þessu á HM50 í Búdapest. Anton Sveinn gerði sér lítið fyrir og synti sig inn í 8 manna úrslit sem verða annað kvöld.

Hann bætti Íslandsmetið sitt síðan í morgun, en hann synti á 2:08.74. Anton er með annan besta tímann inn í úrslitin.

Þetta er gríðarlega góður árangur hjá Antoni og það verður spennandi að fylgjast með honum á morgun.

Anton mun synda kl 17:28 á morgun og verður mótið sýnt beint á Rúv.

Til baka