Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn synti 100m bringusund á HM50 í morgun

18.06.2022

Heimsmeistaramótið í sundi í 50m laugarlengd hófst í morgun í Búdapest.  Anton Sveinn synti sína fyrstu grein í morgun, 100m bringusund. Anton var skráður með 24. besta tímann í greininni.

 Anton synti á tímanum 1:00.80 og varð í 17. sæti ásamt David Wiekiera frá Póllandi en þeir syntu á nákvæmlega sama tíma.  Þeir eru því varamenn inn í úrslit sem verða síðar í dag.  Anton synti einmitt á sama tíma á Spænska meistarmótinu í mars á þessu ári.

 Íslandsmet Antons Sveins er síðan á HM 2019, 1.00.32.  Sá tími hefði gefið honum 12. sæti inn í úrslit í dag.

Anton Sveinn mun synda sína aðalgrein 200m bringusund á miðvikudaginn en þar er hann skráður með 19. besta tímann. Það verður spennandi að fylgjast með Antoni á miðvikudaginn.

 

 

Dagskrá hjá Íslensku keppendunum:

Mánudagurinn 20. Júní
Kl. 9.14                200m skriðsund kvenna               Snæfríður Sól Jórunnardóttir

 

Miðvikudagurinn 22. Júní
Kl. 9.00                100m skriðsund kvenna               Snæfríður Sól Jórunnardóttir
kl. 9.45                200m bringusund karla                Anton Sveinn Mckee

 

Heimasíða HM50:
https://fina-budapest2022.com/

 

Úrslistasíða HM50:
https://www.omegatiming.com/2022/19th-fina-world-championships-sw-live-results?fbclid=IwAR3fcFr4LrhD6flvBjFCKaVgHUzPJiakI8-HvKQ1RvXQ7E3G8B2Ss2LURHg

 

 

Til baka