Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur hjá Antoni Sveini í dag- nýtt íslandsmet í 200m bringusundi.

13.04.2022

 

Anton Sveinn Mckee synti í dag 200 metra bringusund á spænska meistaramótinu sem fram fer við Torremolinos, Anton Sveinn gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í greininni þegar hann synti á tímanum 2:10.02, sem var jafnframt sigurtímnn í greininni. 

Gamla metið átti hann sjálfur, 2:10.21, en það setti hann á Heimsmeistaramótinu í Kazan árið 2015. Hér er um að ræða alveg frábæran árangur hjá Antoni. 

Anton Sveinn synti einnig til sigurs í 100m bringusundi á laugardaginn, 10.apríl sl. á tímanum 1:00:80,  en hans besti tími í þeirri grein er 1:00:32 frá því á Heimsmeistaramótinu í Gwangju árið 2019. 

Þetta er frábær árangur hjá Antoni Sveini og lofar góðu fyrir framhaldið á keppnistímabilinu, en næst á dagskrá hjá honum er Heimsmeistaramótið í Búdapest sem hefst 18.júní. 

Til baka