Beint á efnisyfirlit síðunnar

6 aldursflokkamet og EM lágmark á fyrsta degi ÍM 50

08.04.2022

Fyrsta degi af þremur er nú lokið á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalslaug.

Í byrjun þessa árs hófst skráning á nýrri metaskrá með breyttum aldursflokkum, sem færir okkur í þann strúktúr sem LEN notar. Þar eru tveir aldursflokkar, Aldursflokkamet (12-14 ára konur og 13-15 ára karlar) og Unglingaflokksmet (15-17 ára konur og 16-18 ára karlar). Skráning á gömlu metaskránni heldur þó áfram út tímabilið.

Mikið var af góðum sundum í dag en hér eru helstu punktar:

Auguste Balciunaite úr SH setti meyjamet í 100m bringusundi með tímann 1:22,18. Tíminn er millitími í 200m bringusundi sem hún synti í undanrásum. Gamla metið í greininni var 1:22,93 frá því árið 2017. Metið bætti hún svo aftur í úrslitahlutanum þegar millitíminn hennar var 1:22,00. 

Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni setti telpnamet í 50m baksundi með tímann 30,88 sem dugði henni í 2. sætið í greininni. Gamla metið var 31,26 frá því árið 2012. Þessi tími er einnig bæting á aldursflokkameti kvenna 12-14 ára í nýju skránni. 

Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH setti piltamet í 100m flugsundi þegar hann synti á tímanum 55,72 og sigraði með því greinina. Gamla metið var 57,12 frá því í fyrra. 

A-sveit SH setti piltamet í 4x200m skriðsundi karla á tímanum 8:02,22. Sveitina skipuðu þeir Veigar Hrafn Sigþórsson, Bergur Fáfnir Bjarnason, Björn Yngvi Guðmundsson og Birnir Freyr Hálfdánarson. 

B-sveit SH setti drengjamet í 4x200m skriðsundi karla á tímanum 8:59,23. Sveitina skipuðu þeir Hólmar Grétarsson, Magnús Víðir Jónsson, Karl Björnsson og Halldór Ingi Hafþórsson.

NÆM lágmörk:
Nadja Djurovic, Breiðablik (400m skriðsund)
Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, ÍRB (400 skriðsund)
Bergur Fáfnir Bjarnason, SH (200m baksund)

EMU lágmörk:
Freyja Birkisdóttir, Breiðablik (400m skriðsund)
Birnir Freyr Hálfdánarson, SH (100m flugsund)

EM lágmark:
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH (50m skriðsund)

Íslandsmeistarar dagsins:

400m skriðsund kvenna: Freyja Birkisdóttir, Breiðablik - 4:27,54 (undir EMU lágmarki). 

400m skriðsund karla: Veigar Hrafn Sigþórsson, SH - 4:10,59

50m baksund kvenna: Steingerður Hauksdóttir, SH - 30,88

100m flugsund karla: Birnir Freyr Hálfdánarson, SH - 55,72 (undir EMU lágmarki)

200m flugsund kvenna: Freyja Birkisdóttir, Breiðablik - 2:29,95

200m baksund karla: Bergur Fáfnir Bjarnason, SH - 2:12,51 (undir NÆM lágmarki) 

200m bringusund kvenna: Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB - 2:39,52

100m bringusund karla: Snorri Dagur Einarsson, SH - 1:04,97

50m skriðsund kvenna: Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH - 26,09 (undir EM lágmarki)

50m skriðsund karla: Símon Elías Statkevicius, SH - 23,61 

4x200m skriðsund kvenna: A-sveit SH - 8:51,57

4x200m skriðsund karla: A-sveit SH - 8:02,22

 

Undanrásir hefjast aftur kl. 9:30 í fyrramálið og úrslit 16:30.

Úrslit og ráslistar

Streymi og upptökur

Til baka