Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tvö aldursflokkamet í Ásvallalaug um helgina

21.03.2022

Góður árangur náðist á Ásvallamóti SH um helgina, mótið er liður í lokaundirbúningi fyrir Íslandsmeistaramóti  í 50m laug,  (ÍM50)  sem haldið verður helgina 8. – 10. apríl í Laugardalslaug.

Birnir Freyr Hálfdánarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar stórbætti piltametið (16-18 ára) í 100m flugsundi þegar hann kom í mark á tímanum 56,20. Frábær árangur hjá Birni sem er ný stiginn upp úr veikindum.

Gamla metið var í eigu Fannars Snævar Hauksonar úr ÍRB, 57,12 frá ÍM50 í fyrra.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni hélt áfram að bæta telpnametið sitt (13-14 ára) í 50m flugsundi, en þetta er í þriðja sinn sem hún bætir metið á þessu ári. Að þessu sinni kom hún í mark á tímanum 29,17, en fyrra met var 29,38 frá Reykjavík International Games í janúar.

Besta sundfólk landsins var að standa sig vel um helgina og nokkrir að synda undir lágmörkum fyrir stóru alþjóðlegu meistaramót sumarsins. Einnig syntu 14 einstaklingar undir lágmörkum fyrir hina ýmsu landsliðshópa um helgina, Hóparnir verða valdir eftir ÍM50.                                   

Þeir sem náðu lágmörkum um helgina á mót sumarsins : 

NÆM
Birnir Freyr Hálfdánarson í 100m skriðsundi, 100m flugsundi og 200m fjórsundi
Nadja Djurovic í 100m skriðsund

EYOF
Birnir Freyr Hálfdánarson í 100m flugsundi og 200m fjórsundi

EMU

Birnir Freyr Hálfdánarson í 50m flugsundi.

Eva Margrét Falsdóttir í 800m skriðsundi

 

Sundsambandið vill óska öllum til hamingju með góðan árangur og gangi ykkur allt í haginn með undirbúninginn fyrir ÍM50 sem hefst eftir tæpar þrjár vikur.

 

Til baka