Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eva Margrét með brons í dag á NM 2021

05.12.2021

Þriðji og síðasti dagurinn á Norðurlandameistaramótinu í sundi fór fram í dag, og áttum við 6 sundmenn í úrslitum.

Eva Margrét tryggði sér sín fyrstu bronsverðlaun í dag í 200m fjórsundi á tímanum 2:17.44 sem er jafnframt bæting á hennar besta tíma, 2:17.92.  Það munaði aðeins hársbreidd á öðru og þriðja sætinu í dag, en sú sem hafnaði í öðru sæti synti á tímanum 2:17.42.                                                            Frábært sund hjá Evu í dag.

Keppnin í dag einkenndist mikið á því að okkar fólk lenti oftast í fjórða sætinu.

Veigar Hrafn synti 400m fjórsund á tímanum 4:31.32 og varð í 4 sæti. Veigar synti alveg við sinn besta tíma, 4:30.76.

Freyja Birkisdóttir synti 800m skriðsund á tímanum 9:00.32 og varð í 4.sæti . Hennar besti tími er 8:50.44.

Simon Elías Statkevicius synti 50m flugsund á tímanum 24.63 og varð í 4 sæti. Hann var alveg við sinn besta tíma 24.49

Kristín Helga Hákonardóttir synti einnig í úrslitum 100m skriðsund á tímanum 56.71 sem er rétt við hennar besta, 56.52 Hún varð fimmta í sundinu.

Fannar Snævar Hauksson synti einnig 50m flugsund á tímanum 25.25 og varð í 7. sæti. Hann var einnig alveg við sinn besta tíma 25.11.

Stúlkurnar syntu 4x 100m skriðsund á tímanum 3:52.38 og urðu í 6 sæti.

Sveitina skipuðu þær Steingerður Hauksdóttir, Eva Margrét, Kristín Helga og Freyja Birkisdóttir.

Strákarnir syntu einnig á 4x 100m skriðsund á tímanum 3:26.63 og urðu í 7 sæti. Sveitina skipuðu þeir

Daði Björnsson, Birnir Freyr, Fannar Snævar og Veigar Hrafn.

Síðasta grein mótsins var 8x50 skriðsund blandað boðsund, íslenska sveitin synti á 3:18.84,

sveitina skipuðu þau : Simon Elías, Fannar Snævar, Daði Björnsson,Snorri Dagur, Steingerður, Kristín Helga, Eva Margrét og Freyja Birkisdóttir.

Við getum verið afar stolt af okkar unga og efnilega sundfólki sem stóðu sig mjög vel um helgina, 2 bronsverðlaun og fínir tímar hjá öllum.

Framtíðin er björt!

 

Myndir með frétt

Til baka