Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 2021 að hefjast - Streymi virkt

12.11.2021

Íslandsmeistaramótið í 25m laug hefst innan skammst í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Mótið er haldið í samstarfi við Íþróttasamband fatlaðra og framkvæmdaraðili er Sundfélag Hafnarfjarðar.

Um 170 keppendur eru skráðir til leiks frá 15 félögum víðsvegar af landinu.

Streymt verður frá öllum mótslutum á Youtube-rás Sundsambands Íslands (ath uppfærður linkur) en undanfarnar vikur hefur farið fram undirbúningur og uppsetning á nýjum hugbúnaði sem bætir gæði útsendingarinnar og gefur áhorfendum upplýsingar í rauntíma úr tímatökubúnaði laugarinnar. 

Úrslitasíðan er svo að sjálfsögðu virk en þar má finna ráslista og úrslit í öllum greinum. Ráslistar eru staðfestir um 1,5 klst eftir að hlutinn á undan klárast.

Til baka