ÍM25 hefst í fyrramálið með upphitun kl: 8:00
11.11.2021
Til bakaKæru félagar
Þrátt fyrir aukin smit í þjóðfélaginu þá mun ÍM25 hefjast í fyrramálið með upphitun kl 8:00 í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Eins og áður hefur komið fram þá eru samkomutakmarkanir 500 manns og grímuskylda ef ekki er hægt að halda 1 m fjarðlægð.
Þrátt fyrir það höfum við tekið þá ákvörðun um að leyfa ekki áhorfendur svo að rýmra verði um keppendur á mótinu sjálfu.
Við verðum með lifandi streymi frá mótinu alla helgina 😊
- Við bendum ykkur aftur á að við erum ekki að skylda þátttakendur í hraðpróf/heimpróf en mælumst til þess í ljósi aðstæðna.
- Við mælumst einnig með því að sundfólk haldi sig hjá sínum félögum á laugarbakkanum.
- Við viljum leggja áherslu á að þjálfarar félaga fylgist vel með sínu sundfólki og ef minnsti grunur vaknar um að einstaklingur sé veikur þá sjá til þess að viðkomandi fari í test (pcr) og bíði eftir neikvæðri niðurstöðu eða mæti ekki á mótið.
Hlökkum til að sjá ykkur !