Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður tólfta í 200m skriðsundi á EM25

06.11.2021

Snæfríður Sól synti undanúrslitum í 200m skriðsundi sem fram fór rétt í þessu á EM25 í Kazan, hún synti á tímanum 1:58,11 og varð í 12 sæti, til að komast í úrslit þá þurfti að synda á tímanum 1:56, 63. Besti tími Snæfríðar er 1:56,51 sem er jafnframt Íslandsmet í greininni. 

Tíminn sem Snæfríður synti í morgun var jöfnun á næstbesta tíma hennar, og tíminn sem hún synti rétt í þessu er fjórði besti tími frá upphafi. Tímar Snæfríðar eru þeir bestu á alþjóðlegum vettfangi 

Þetta er flottur árangur hjá Snæfríði á EM25 en þetta var í fyrsta sinn sem hún nær að synda sig inn í undanúrslit á stórmóti. 

Nú hefur Snæfríður lokið keppni á EM25 en hún mun keppa á Dönsku bikarkeppninni um næstu helgi og Danska Meistaramótinu helgina fyrir jól,

það verður gaman að fylgjast með henni þessum tveim mótum. 

 
 
 
Til baka