Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skráningafrestur IMOC lengdur

10.09.2021

Skráningafrestur fyrir IMOC hefur verið lengdur til kl. 12:00, laugardaginn 11. september. 

Þeir sem ekki hafa yfir að ráða Splash forriti skulu skila skráningum inn í Excel formi. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala, lið, greinar og tímar í viðkomandi greinum.

Hægt verður að leiðrétta skráningar fram til kl. 12 að hádegi þriðjudaginn 14. sept og þá eru einnig síðustu forvöð að ganga frá greiðslu skráningargjalda. Berist greiðsla ekki fyrir þann tíma verður skráningu eytt.

Allar upplýsingar um mótið, greiðslu skráningagjalda og greinaröðun er að finna hér.

Upplýsingasíða IMOC

Þá hvetjum við alla sem hafa tök á að aðstofa við framkvæmd mótsins að skrá sig í starfsmannaskjalið - mótið er t.d. tilvalið fyrir sundfólk sem vill taka þátt í keyrslu sundmóta og kynnast því hvernig mótin fara fram frá annarri hlið. 

Dómarar geta nú skráð sig beint á hluta í starfsmannaskjalinu.

Til baka