Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn hefur keppni á ISL á morgun

25.08.2021

Anton Sveinn McKee mun keppa með liði Toronto Titans í ISL deildinni sem hefst í Napolí á Ítalíu á morgun.

ISL  (The International Swimming League ) deildin var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi.

Deildin  sem er liðakeppni er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem telja til bestu sundmanna heims.

Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein, sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig.

Úrsláttarkeppni gefur flest stig.

Heimasíða ISL : https://isl.global/

Hér er hægt að finna upplýsingar um mótaröðina:

https://www.swimmingworldmagazine.com/news/isl-draft-condors-retain-dressel-roar-retain-campbell-kamminga-goes-1-to-centurions/

https://www.swimmingworldmagazine.com/news/naples-italy-to-host-first-phase-of-isl-season-3-in-five-week-bubble-from-26-august-2021/

https://www.swimmingworldmagazine.com/news/isl-announces-11-match-schedule-for-regular-season-in-naples-italy-begins-august-26/

 

 

Við hlökkum til að fylgjast með Antoni næstu vikurnar. 

Til baka