Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól með bætingu í 100m skriðsundi.

28.07.2021

Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti nú í morgun 100m skriðsund á Ólympíuleikunum í Tokyo. Hún synti í þriðja riðli á 7 braut og synti á tímanum 56:15 sem er bæting á hennar besta tíma, sem var 56:32.  Snæfríður varð í 34 sæti, af 51 keppenda.

Þar með hefur Snæfríður Sól lokið keppni á sínu fyrstu Ólympíuleikum þar sem hún stóð sig virkilega vel, setti Íslandsmet í 200m skriðsundi og bætti tímann sinn í 100m skriðsundi.

Það verður gaman að fylgjast með Snæfríði á EM og HM á haustmánuðum. 

 

Til baka