Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur þrjú á EMU

08.07.2021

Eva Margrét stakk sér fyrst til sunds í morgun og synti 200m bringusund á tímanum 2:40.42, sem er er 4 sekúndum frá hennar besta tíma, 2:36.36. Eva Margrét varð í 31 sæti af 37 keppendum.

Daði Björnsson kom næstur og synti 50m bringusund á tímanum 29.42 sem er alveg við hans besta tíma, 29.39. Daði varð í 29 sæti af 50 keppendum.

Kristín Helga og Freyja syntu 200m skriðsund í morgun, Freyja synti á tímanum 2:09.91 sem er alveg við hennar besta tíma 2:09:32.  Freyja varð í 52 sæti af 58 keppendum.

Kristín Helga synti á 2:06.16 og bætti tímann sinn í sundinu, gamli tíminn hennar var 2:06.68.  Kristín Helga varð í 36 sæti af 50 keppendum.

Fínn árangur hjá okkar fólki í morgun, mótið heldur áfram á morgun og þá syndir Daði 200m bringusund, Eva Margrét 200m fjórsund og Freyja 1500m skriðsund.

Hægt er að fylgjast með streymi hér : https://aquatics.eurovisionsports.tv/home?id=J037sbwGmvZ09MGIIZxXtLeaN&fbclid=IwAR28unLvIyULLcZ4bCjRX-bF19uuzPUrgMKYIFB71RMwjWWuO8IrWWp8WXE

Myndir með frétt

Til baka