Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýjar og hertar sóttvarnarreglur

24.03.2021

Stjórnvöld kynntu nú rétt í þessu nýjar og mjög hertar sóttvarnarreglur sem munu taka gildi á miðnætti í kvöld, 24. mars og gildi í þrjár vikur hið minnsta eða til 14. apríl. Sundstaðir og líkamsrækarstöðvar skulu loka og almennt íþróttastarf verður ekki heimilt eða háð miklum takmörkunum á þessum tíma.

Starfsfólk SSÍ bíða nú eftir ítarlegri upplýsingum frá sóttvarnaryfirvöldum, reglugerð heilbrigðisráðuneytisins og öðrum mikilvægum skilaboðum frá ÍSÍ um hvernig skal snúa sér í framhaldi af þessum fregnum. 

Nánari upplýsingar frá skrifstofu SSÍ verða gefnar út um leið og þær eru tilbúnar.

Stöndum saman í þessu eins og við höfum gert svo vel hingað til, förum varlega, virðum reglur og munum eftir sprittinu, handþvottinum og grímunum!

Til baka