Beint á efnisyfirlit síðunnar

2 EMU lágmörk í gær

06.02.2021

Fyrsti hluti RIG 2021 fór vel af stað í gær. Tvær sundkonur tryggðu sig inn Evrópumeistaramót Unglinga sem áætlað er að fari fram 6-11. júlí í sumar. Ekki hefur verið staðfest hvar mótið mun fara fram.

Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB náði lágmarki á EMU í 400m fjórsundi þegar hún sigraði greinina á tímanum 5:03,37. Lágmarkið er 5:05,83.

Freyja Birkisdóttir úr Breiðabliki náði einnig lágmarki á mótið í 800m skriðsundi. Hún sigraði greinina á tímanum 9:19,05. Lágmarkið er 9:19,56. 

 

Myndir með frétt

Til baka