Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður synti í úrslitum í kvöld

17.12.2020

 

Snæfríður Sól synti nú í kvöld í úrslitum í 100m skriðsund á Danska meistaramótinu í 25m laug, hún synti á tímanum 55:55 og endaði í fimmta sæti í greininni.  

Besti tími Snæfríðar er 54:95, Íslandsmetið í greininni er 54:44 sem Ragnheiður Ragnarsdóttir setti árið 2010.

Snæfríður getur verið mjög sátt við árangur sinn á Danska meistaramótinu sem lauk nú í kvöld en hún bætti tvívegis Íslandsmetið í 200m skriðsundi í gær. 

Til baka