Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir úr alþjóðastarfinu

01.12.2020

Þing Evrópska sundsambandsins LEN var haldið með fjarfundi í byrjun nóvember.

Nú um helgina var svo skipað í nefndir innan LEN og það gleður okkur hjá SSÍ að geta sagt frá því að Hörður J Oddfríðarson var skipaður formaður Masters nefndarinnar (Garpa nefnd).

Hörður hefur á undanförnum árum unnið mikið og öflugt starf í kringum Masters mótin, bæði hjá FINA og LEN og því er skipun hans sem formanns mikil viðurkenning fyrir hans störf.

 Um leið er það mikill fengur fyrir LEN að fá Hörð sem formann  Masters nefndarinnar og við hjá SSÍ óskum Herði til hamingju með tilnefninguna ásamt því að óska honum velgengni í störfum hans á vegum LEN.

Hér má sjá frétt á heimasíðu LEN:http://www2.len.eu/?p=17099

Sundsambandið fékk einnig þær fréttir í vikunni að FINA hafi samþykkt umsóknir SSÍ á Alþjóðlega dómaralistann númer #21. Eftirtaldir dómarar verða á þeim lista næstu 3 árin :

  • Björn Valdimarsson
  • Magnús Steinarsson
  • Sarah Buckley
  • Sigrún Guðmundsdóttir
  • Ragnheiður Björnsdóttir.

SSÍ óskar þeim öllum til hamingju með von um gott gengi við dómarastörfin á alþjóðlegum vettvangi.

Til baka