Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton synti 100m bringusund í dag

06.11.2020

Anton Sveinn synti 100m bringusund rétt í þessu á tímanum 57.71 og varð fjórði í sundinu. 

Það eru einungis 13 dagar síðan hann synti 100m bringusund á nýju Íslands - og Norðurlandameti, 56.30. 

Þetta var þriðja keppnin í ISL mótaröðinni sem Anton tekur þátt í en hann á eftir eitt mót áður en undanúrlistin fara fram í stigakeppninni milli féalga.

Næsta keppni sem Anton tekur þátt í er á mánudag og þirðjudag, 9. - 10 nóvember n.k

Anton Sveinn er að keppa með liði Toronto Titans í ISL deildinni sem fram fer í Búdapest.

ISL  (The International Swimming League ) deildin var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi.

Deildin  sem er liðakeppni er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims.

Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein, sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig.

Upplýsingar um mótaröðina má finna á heimasíðu ISL https://isl.global/ 

Til baka