Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn synti til sigurs í 200m bringusundi í dag

05.11.2020

 

Anton Sveinn synti til sigurs í 200m bringusundi á ISL mótaröðinni í morgun,  Hann synti á tímanum 2:03.02. Íslands - og Norðurlandamet hans í greininni er 2:01.65, sem hann setti fyrir fjórum dögum síðan.

Með sigrinum tryggði Anton 12 stig fyrir liðið sitt Toronto Titans.

Anton Sveinn synti einnig 50m bringusund, en var dæmdur ógildur í þeirri grein. 

Anton syndir 100m bringusund á morgun föstudag,  síðasta mótið fyrir undanúrsltin í stigakeppninna er dagana  9. - 10 nóvember. 

Til baka