Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn aftur með Íslands - og Norðurlandamet

01.11.2020

Anton Sveinn synti rétt í þessu 200m bringusund á nýju Íslands - og Norðurlandameti, 2.01.65. Anton varð annar í sundinu á eftir Þjóðverjanum Marco Koch, en hann synti á tímanum 2:00:58.

Það eru einungis 9 dagar síðan Anton setti eldra metið, 2.01.73, og því er þetta enn og aftur frábær árangur hjá okkar manni.

Anton synti einnig 50m bringusund á tímanum 26.44, en Íslandsmetið í þeirri grein er 26.14. Þess má geta að hann synti 50m sundið rétt eftir að hafa synt 200m bringusundið. 

Eins og áður hefur komið fram þá er Anton Sveinn að taka þátt í ISL mótaröðinni sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi. Á morgun, mánudag syndir Anton Sveinn 100m bringusund.

 

Til baka