Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn með annað Íslands - og Norðurlandamet í dag

25.10.2020

 

Anton Sveinn  hélt áfram að fara á kostum í Búdapest í dag. Hann bætti sitt eigið Íslands -og Norðurlandamet í 100m bringusundi rétt í þessu.  

Anton Sveinn sigraði í 100m bringusundi á tímanum 56.30, gamla metið var 56.79sett á EM25 2019.

Þetta er þvílíkt glæsilegur árangur hjá Antoni sem er greinilega í hörkuformi þessa dagana. 

Það verður virkilega gaman að fylgjast með honum næstu vikurnar í Búdapest.

Hægt er að sjá allt um ISL á þessum linkum: 

https://swimswam.com/

https://island.isl.global/

 

Til baka