Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn með Norðulandamet í 200m bringusundi

24.10.2020

Anton Sveinn gerði sér lítið fyrir og setti nýtt  Íslands -og Norðurlandamet í 200m bringusundi í morgun.  Anton Sveinn er um þessar mundir að taka þátt í ISL mótaröðinni sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi. 

Anton Sveinn sigraði í 200m bringusundi á tímanum 2.01.73, gamla metið átti hann sjálfur 2.02.94, sett á EM25 2019. Tími Antons var einnig undir Norðurlandametinu sem Svíinn Eric Person átti 2.02.80 sem einnig var sett á EM25 í fyrra. 

Anton synti einnig 50m bringusund á tímanum 26.29, Íslandsmetið er 26.14, þess má geta að hann synti 50m rétt eftir að hafa synt 200m bringusundið. 

Þetta er glæsilegur árangur hjá Antoni og það verður gaman að fylgjast með honum næstu vikurnar, en mótaröðin fer fram næstu vikurnar í Búdapest. 

Til baka