Beint á efnisyfirlit síðunnar

Æfingar að hefjast fyrir 2004 og eldri

21.10.2020

SSÍ sat seint í dag fund með öllum sviðstjórum íþrótta og tómstundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að íþróttaiðkendur sem eru fæddir 2004 og fyrr, geti hafið æfingar í dag eða á morgun í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta á eingöngu við um sundæfingar hjá þessum aldri, þetta á ekki við um garpaæfingar eða sundknattleik.

Hvert sveitarfélag ákveður nú hvenær starf getur hafist þar sem undirbúa þarf opnun með tilliti til starfsfólks og sóttvarna.  Nánari upplýsingar um æfingatíma og opnun mun koma frá hverju félagi sem er starfandi á höfuðborgarsvæðinu.

Íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar hefst ekki að svo stöddu og verður það metið í næstu viku í samstarfi við ÍSÍ, þar sem tilgangur viðbragða í dag er að forðast blöndun aðra en er til staðar í skólastarfi.

 

Þetta er mikill áfangi fyrir íþróttahreyfinguna að fá að hefja æfingar aftur, en eins og áður hefur komið fram þá leit út fyrir að æfingar myndu ekki hefjast fyrr en 3.nóv n.k.  Það er því gríðarlega mikilvægt að allir haldi áfram að vanda sig og hugi að einstaklingssóttvörnum því það er mikilvægasta forvörnin. 

 

Ef eitthvað er óljóst og ykkur vantar frekari upplýsingar þá ekki hika við að hafa samband við okkur !

 

Áfram þið og ekki gleyma að þvo hendur og spritta !

Til baka