Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 og fleira

19.10.2020

Á stjórnarfundi í síðustu viku var samþykkt að seinka aftur atburðum á dagatali SSÍ.

Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að sundæfingar hafa fallið niður síðustu tvær vikur á höfuðborgarsvæðinu. SSÍ tók ákvörðun um að seinka ÍM25 um þrjár helgar og setja mótið á sömu helgi og áætlað var að hafa Bikarkeppnina, þ.e.a.s helgina 18. – 20. des. SSÍ mun einng skoða þann möguleika að að útfæra stigakeppni á ÍM25 þar sem að hægt yrði að krýna bikarmeistara liða.

SSÍ mun halda fund á næstu dögum um mögulegt mótahald í seinnihluta nóvember með þeim félögum sem höfðu skipulagt mót á atburðadagatali SSÍ í október og nóvember.

Hvað varðar æfingar á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og vikur þá höfum við hjá SSÍ unnið sleitulaust undanfarna daga við það að koma okkar hugmyndum á framfæri um hvernig sundæfingar gætu farið fram að uppfylltum skilyrðum um sóttvarnir. ÍSÍ hefur komið þeim hugmyndum á framfæri til heilbrigðisráðuneytisins fyrir hönd okkar. Við höfum setið tvo fundi í dag með ÍSÍ, sérsamböndum, fulltrúa sóttvarnalæknis og lögfræðingum hjá mennta- og heilbrigðisráðuneyti til að komast til botns í nýju reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun.        Við teljum að það sé enn óljóst hvort að við getum hafið æfingar á morgun þó að sund geti talist sem snertilaus íþrótt.

Við vonumst eftir því að fá skýrari svör þegar líður á daginn.


Til baka