Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reglur um æfingar og keppni gilda til 18. október

28.09.2020

Nú hefur ný reglugerðarbreyting heilbrigðisráðherra verið gefin út. Engar breytingar eru frá fyrri reglugerð sem snúa að íþróttastarfinu aðrar en þær að gildistími er nú til 18. október.

 

Einnig minnum við á leiðbeiningar um áhorfendur sem áfram gilda og voru gefnar út 21. september s.l :

  • Áhorfendur eru leyfðir á íþróttaviðburðum sé 1 metra nálægðartakmörkun virt en þó aldrei fleiri en 200 manns (eða það hámark sem fram kemur í auglýsingu ráðherra hverju sinni) í hverju rými að meðtöldum börnum fædd 2005 og síðar.

 

Eins og fyrr segir þá eru mikilvægustu sóttvarnir þær einstaklingsbundnu.

Verum öll ábyrg og vöndum okkur !

Til baka