Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjögur syntu Viðeyjarsund

01.09.2020

Þann 19. júlí s.l. syntu 4 sundkappar Viðeyjarsund en þau lögðu af stað kl. 17:15 úr fjöru við Viðeyjarbryggju og syntu að fyrstu flotbryggju við gamla slippinn í Reykjavíkurhöfn.

Sjórinn var 11,7°c en sundið er 4,4 km. Norðvestan gjóla og smá öldur voru í upphafi sunds en lægði síðar og sólin braust fram þegar á leið. Öll syntu þau skriðsund.

Fjórmenningarnir voru í samráði við Landhelgisgæsluna um hvenær sundið myndi fara fram.

Þau syntu:

Aðalsteinn Friðriksson synti á 1 klst. og 45 mínútum. í sundskýlu með sundhettu og sundgleraugu. Eingöngu FINA vottaður fatnaður.

Magnea Hilmarsdóttir synti á 2 klst og 13 mínútum, í bikiní með sundhettu og sundgleraugu. Eingöngu FINA vottaður fatnaður.

Ingibjörg Ingvadóttir synti á 2 klst og 13 mínútum, í bikiní með sundhettu, sundgleraugu og froskalappir.

Magnús Halldórsson synti á 1 klst og 54 mínútum, í neoprene galla með neoprene lambhúshettu og neoprene sokkum, sundgleraugu og froskalappir.

Stjórn SSÍ staðfesti sundin á fundi sínum þann 31. ágúst 2020.

Til baka