Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sunddeild Ármanns óskar eftir sundþjálfara til starfa hjá félaginu

14.07.2020

 

Við leitum að hressum þjálfara sem hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum á aldrinum 5-12 ára.

Hlutverk þjálfara er umsjón með skipulagningu æfinga og móta í samvinnu við yfirþjálfara og virk samskipti við sundmenn og aðstandendur.

Menntunar og hæfniskröfur

• Reynsla af sundi og sundþjálfun og/eða menntun á sviði þjálfunar
• Góð samskiptahæfni
• Skipulagshæfileikar
• Metnaður
• Frumkvæði

Frekari upplýsingar fást í gegnum netfangið formadur@armenningar-sund.com

Umsókn sendist með upplýsingum um menntun og fyrri störf á netfangið formadur@armenningar-sund.com
fyrir 28. júlí 2020.

Sunddeild Ármanns er að finna á http://armenningar.is/sund

Til baka